top of page
Banner.JPG

UM OKKUR

Velkominn á Bonitu snyrtistofu

Bonita snyrtistofa var stofnuð árið 2006 af Ingu Theódóru Sigurðardóttur, snyrtimeistara og förðunarfræðingi. Stofan var staðsett í tæp 9 ár í Hæðasmára en flutti árið 2015 í nýtt og glæsilegt húsnæði í Hlíðasmára 4 þar sem hún hóf samstarf við hárgreiðslustofuna Yellow. Árið 2017 gerðist Bonita snyrtistofa umboðsaðili fyrir Sugaring Cane. Þar með varð Bonita snyrtistofa fyrsta stofan á Íslandi til að bjóða upp á háreyðingu með sykrun.


Bonita snyrtistofa er nú fyrsta sérhæfða Dermatude snyrtistofan á Íslandi og leggur mikla áherslu á virkar andlitsmeðferðir. Einnig er boðið upp á alla almenna snyrtiþjónustu og varanlega förðun (tattú).

Eigandi stofunnar er sérhæfð í varanlegri förðun og notast við nálabúnað og liti frá Nouveau Contour sem er leiðandi og fremstir í flokki merkja á sviði varanlegrar förðunar. 

Bonita snyrtistofa vinnur með Dermatude snyrtivörur sem eru hágæðavörur með hámarks virkni og eingöngu seldar af snyrtifræðingum sem sótt hafa námskeið á vegum Dermatude. Bonita snyrtistofa er einnig með vörur frá franska snyrtivörumerkinu Academie sem eru eingöngu seldar á snyrtistofum. Starfsmenn stofunnar bjóða jafnframt upp á faglega ráðgjöf við val á snyrtivörum.

Starfsmenn Bonitu leggja mikið upp úr einkunnarorðum stofunnar „Þín vellíðan er okkar markmið“ með því að skapa notalegt umhverfi þar sem slökun og vellíðan eru höfð í fyrirrúmi. 

Nafnið Bonita er komið úr spænsku og þýðir falleg.

bottom of page